Færanleg bogahýsi

Bogahýsin frá Rundbuehaller eru hagkvæmar byggingar. Þau eru færanleg og koma minnst í 30 m², þ.e. 5 x 6 m.  Bogahýsi henta vel til margvíslegra nota. Frábær lausn sem útihús eða veðurskjól fyrir skepnur & útigang. Bogahýsin fást með eða án framgafls og henta því einnig vel sem kaldar geymslur við bústaðinn. 

Traust smíði og auðveld uppsetning

Bogagrindur eru reistar ofan á sterka járngrind og klæddar með völsuðum stálplötum, gaflar eru með tilsniðnum plötum. Hægt er að keyra venjulega dráttarvél með gækjum inn í hýsið og færa það auðveldlega á milli staða. Afhendist ósamansett en með ítarlegum uppsetningarleiðbeiningum.

Öll bogahýsi frá okkur eru nú með heitgalvaniseraðri grind

Festa þarf bogahýsið tryggilega fyrir veðri og vindum og velja því stað m.t.t. ríkjandi vindátta.

Húsin koma í tveim mismunandi hæðum, annarsvegar staðlaðri hæð, 3,15m og hinsvegar með upphækkun, 3,65m. Lægri húsin fást í dökk grænum lit, RAL 6009 og hærri húsin koma í dökk gráum lit, RAL 7016. Hægt að sérpanta aðra liti. Gaflplötur afhendast eingöngu tilsniðnar í með lægri húsunum í RAL 6009.  Aðra liti þarf að sníða í uppsetningu.

Eigum til á lager í RAL 6009 og RAl 7016.

 Staðfestingargjald er 30% við pöntun – ef hús er ekki til á lager!!
 Aukabúnaður:
 • Framgafl með 2,44 x 2,44m hurð og báruplasti yfir hurðargati
 • Framgafl án hurðar, op 2,44 x 2,44m og báruplast yfir hurðargati
 • Framhlið með grind, 1 x opnanlegt hlið og 4 stk 50mm galvaniseruð rör – 4 m löng
 • Framlenging 1,5m. Innifalið bogi, plötur, lektur og festingar
 • Lofttúður á gafl, trefjaplast

VERÐLISTI BOGAHÚSA

5 x 6m
545.000 kr.
 • Stærð 5x6m, 30m²
 • Ral 6009 úti, hvítt inni
 • Hæð 3,15 m
 • Stál heitgalv.
 • Lokaður bakgaf, opið að framan
5 x 6m með framgafli
680.000 kr.
 • Stærð: 5x6m, 30m²
 • Ral 6009 úti, hvítt inni
 • Hæð 3,15 m
 • Allt stál heitgalv.
 • Lokaður bakgaf
 • Framgafl með hurð
 • Hurð 2,44×2,44m
 • Hægt að fá sem gróðurhús fyrir auka 100.000 kr.
5 x 9m með framgafli
865.000 kr.
 • Stærð: 5x9m, 45m²
 • Ral 6009 úti, hvítt inni
 • Hæð 3,15 m
 • Allt stál heitgalv.
 • Lokaður bakgaf
 • Framgafl með hurð
 • Hurð 2,44×2,44m
5 x 9m með upphækkun
1.090.000 kr
 • Stærð: 5x9m, 45m²
 • Ral 7016 úti, hvítt inni
 • Hæð 3,65 m
 • Allt stál heitgalv.
 • Lokaður bakgaf
 • Framgafl með hurð
 • Hurð 3x3m
 • Hægt að fá sem gróðurhús fyrir auka 150.000 kr. 

LITIR

Litir: Polyester lakk, RAL litakerfið. Bakhlið er hvít á lit.

Eigum til á lager gegnsæjar polycarbonat plötur í stærðinni 90 x 322 sm, plöturnar eru með sömu báru og klæðning á bogahýsum frá Hýsi.

Ath. Vegna gæði prentunar geta litir hér til hliðar verið frábrugðnir raunverulegum litum á plötunum.

KLÆÐNING

Yfirborðsklæðning:
Bárujárnnsplötur 76/18 mm. 0,56 mm þykkar.
Staðallengd á plötu: 244 – 260 – 305 – 322 – 385 – 505 og 570 sm.

Plöturnar eru festar með u.þ.b. 6 saumum á hvern fermeter.