Bogahýsi

Bogahýsin frá Future Rundbuehaller hafa margvíslegt notagildi og þegar haft er í huga einföld og fljótvirk uppsetning er erfitt að finna hagkvæmari og skjótfengnari lausn á hvers konar rýmis- og húsnæðismálum. Uppsteypa sökkuls er tiltölulega einföld og sjálf reisningin enn einfaldari. Það á til að mynda ekki að taka meira en 3 – 4 daga að reisa 300 m2 skemmu, ef allt er til staðar. Verð á uppsettan fermetra er því eitt það lægsta sem þekkist.

Í boði eru fimm grunnstærðir 8, 10, 12 14 og 16 metrar í þvermáli.

Sjálf bogagrindin er byggð úr grunnuðum 3” eða 4” stálrörum með 2” x 4” eða 2” x 5” lektum. Hámark 3 metrar eru á milli bogagrinda, háð aðstæðum hverju sinni. Klæðningin er úr galvaniseruðum og lökkuðum 0,56 mm járnplötum. Litamöguleikar eru nokkrir og það getur sett skemmtilegan svip á bygginguna að hafa tvo eða fleiri grunnliti (sjá nánar Litir og klæðning). Gaflarnir eru úr 3” eða 4” stálrörum með 2” x 4” eða 2″ x 5″ lektum, klæddir galvaniseruðum og lökkuðum 0,56 mm járnplötum og festir með vinklum og/eða stjörnusuðu.

Hurðarnar eru almennt festar upp á rennibraut og með stýringu niðri, smíðaðar úr 45 x 95 mm prófíl og klæddar stálplötum. Fjórar grunnstærðir eru í boði, 3 x 3,5 metrar, 4 x 3,9 metrar, 4,8 x 4 metrar og 6 x 4 metrar, fyrri talan er breidd hurðar og sú síðar hæð. Aðrar hurðastærðir má sérsmíða eða fá iðnaðar – eða bílskúrshurðir.

Hægt er að einangra bogahýsin.

VERÐLISTI BOGAHÚS


Stærð Stærð Mænishæð Verð
30 m2 5×6 m 3,15 m Flytjanlegt -heitgalv.,án framgafls 545.000.- Lagervara
30 m2 5×6 m 3,15 m Með gafli-heitgalv. 680.000.- Lagervara
45 m2 5×9 m 3,15 m Með gafli-heitgalv. 865.000.- Lagervara
45 m2 5×9 m 3,65 m Hækkað-Með gafli-heitgalv. 1.240.000.- Lagervara

LITIR

Litir: Polyester lakk, RAL litakerfið. Bakhlið er hvít á lit.

Álplöturnar eru eingöngu í sínum grunnlit.

Eigum til á lager gegnsæjar polycarbonat plötur í stærðinni 90 x 322 sm. Hægt að sérpanta aðrar lengdir.

Ath. Vegna gæði prentunar geta litir hér að ofan verið frábrugðnir raunverulegum litum á plötunum.

KLÆÐNING

Yfirborðsklæðning:
Bárulaga álplötur 76/18 mm. 0,50 mm þykkar.
Bárulaga, galvaniseraðar stálplötur, 76/18 mm, 0,56 mm þykkar.

Staðallengd á plötu: 244 – 260 – 305 – 322 – 385 – 505 og 570 sm.

Plöturnar eru festar með u.þ.b. 6 saumum á hvern fermeter.