Vinir okkar í Future Rundbuehaller eru með mörg járn í eldinum þessa dagana. Nýverið luku þeir við byggingu á glæsilegu flugskýli sem er 14 metra breitt og 15 metra djúpt. Húsið er einangrað með ull og gaflar úr yleiningum. Flugskýli þurfa að hafa alvöru hurðir og er þetta engin undantekning. Hurðin er 12 metra breið og 3 metra há. Myndirnar tala sínu máli. Mælum með því að líka við danina á facebook hér.