Hýsi og TRIMO hafa tekið höndum saman og kynna nú nýja gerð gámahúsa. Húsin eru í grunninn stálgrindarhús með yleiningum. Ekkert tengir þau við gáma annað en stærðirnar! Hér að neðan má sjá nýjar tölvuteikningar sem sýna hvaða möguleikar eru í boði. Ekki skemmir að verðið er mjög hagstætt og tíminn er eins skammur og gerist. Þess má geta að nýverið byggði Hýsi tímabundinn skóla fyrir Reykjanesbæ á mettíma! En þar hófum við uppsetningu 4.ágúst síðastliðinn og hófst kennsla í stórglæsilegu húsi þann 22.ágúst (SAMA ÁR). Heildar byggingarmagn alls um 600 m2. Geri aðrir betur!