Það gengur vel hjá BR Sverrissyni ehf að byggja límtréshús sem hann keypti af okkur í vetur. Húsið er tæpir 1.000 fermetrar, skipt niður í 10 bil. Efni er úr límtré, PIR yleiningum, PVC hurðir og gluggar ásamt Iðnaðarhurðum frá Héðinshurðum. Við óskum Bjarna til hamingju með þetta glæsilega hús og þökkum fyrir framúrskarandi samstarf.