BOGAHÚS – FÆRANLEG EÐA VARANLEG
Þegar ferðast er um okkar frábæra land er hægt að sjá í öllum landshlutum fjölda bogahúsa af öllum stærðum og gerðum sem Hýsi hefur, í samstarfi við okkar danska samstarfsaðila Future Rundbuehaller ApS, selt frá því að það hóf starfsemi.
Bogahúsin hafa margvíslegt notagildi og hafa verið notuð í byggingar allt frá einföldum hestaskýlum yfir í glæsibyggingar fyrir ferðamenn. Þegar haft er í huga hversu einföld og fljótvirk uppsetning húsanna er þá er erfitt að finna hagkvæmari og skjótfengnari lausn á hvers konar rýmis- og húsnæðismálum.
Varanleg bogahús eru sérhannaðar byggingar sem þarf að teikna og burðarþolshanna og leggja fyrir skipulagsyfirvöld til samþykktar. Færanleg bogahús upp að 40 m² að stærð eru hins vegar að öllu jöfnu einföld skýli sem ekki eru byggð á sökklum og falla utan byggingareglugerða sem stendur.
BOGAHÚSIN FRÁ HÝSI
Bogahúsin frá Hýsi hafa til dæmis verið notuð í hesthús, hestaskýli, reiðhallir, fjós, fjárhús, vélageymslur, íþróttahús, baðhús, flugskýli, gróðurhús, bílaverkstæði og geymsluhúsnæði. Húsin er hægt að fá í ýmsum stærðum og litum. Þau eru ýmist varanleg eða færanleg og ýmist einangruð eða ekki. Verð á uppsettann fermetra er eitt það lægsta sem þekkist.
HELSTU KOSTIR
- Mjög hagkvæmt húsnæði.
- Einföld og skjótvirk uppsetning.
- Uppsteypa sökkla einföld.
- Smekklegar byggingar.
- Margvíslegir notkunarmöguleikar.
Hesthús, Hóli
MYNDIR AF NOKKRUM VERKEFNUM
Fjárhús, Úlfsstaðir
Vélageymsla Brekkubæ, Borgarfirði Eystri
Bílaverkstæði, Húsavík
Flugskýli í byggingu, Þorskafirði
Hestaskýli, Krossi Lundareykjadal, Borgarfirði
Reiðskemma, Nautabú, Skagafirði
SÝNISHORN AF MISMUNANDI BOGAHÝSUM
Opnunartími
Mánudaga til fimmtudaga: 08:30 - 16:00
Föstudaga: 08:30 - 15:00
Sumarleyfislokun:
Síðustu tvær vikur fyrir verslunarmannahelgi
Jólalokun: Milli jóla og nýárs