BOGAHÚS

Hýsi hefur frá því að það hóf starfsemi selt fleiri tugi bogabygginga sem hafa verið notuð í alls konar starfsemi út um allt land. Bogahúsin eru einstaklega hagkvæm í byggingu og að öllum líkindum eru þau ódýrasta húsnæðið sem er í í boði á markaðnum. Húsin er hægt að fá í ýmsum stærðum og litum og ýmist einangruð eða ekki. Öll bogahús eru sérpöntuð.

Bogabyggingar eru sérhönnaðar samkvæmt óskum kaupanda og þau þarf að teikna upp, burðarþolshanna og leggja fyrir skipulagsyfirvöld til samþykktar eins og aðrar slíkar byggingar. Hýsi býður viðskiptavinum að taka að sér sjá um arkitektateikningar, burðarþolshönnun, pípulagna- og raflagnateikningar sé þess óskað. Hýsi sér hins vegar ekki um jarðvinnu né vinnu við undirstöður undir byggingarnar. Í byggingu stærri bogahúsa getur Hýsi boðið upp á uppsetningu sé þess óskað.

Hýsi hefur í samvinnu við framleiðanda, hannað 5 metra breitt bogahús sem hægt er að fá bæði einangrað og óeinangrað. Húsin eru byggð á 500mm sökkli og eru með hurðargati sem er 275x275mm. Grunnstærðin er 5×6 metrar en hægt er að lengja það á hverju 3 metra bili. Algengustu stærðir sem seldar eru eru 5×6, 5×9 og 5×12. Endilega sendið okkur tölvupóst á hysi@hysi.is  

 

Í boði eru fimm grunnbreiddir, eða 8, 10, 12 14 og 16 metra, lengdin er svo eftir þörfum hvers og eins.

Sjálf bogagrindin er byggð úr grunnuðum 3” og 4” stálrörum, HEA120 eða IPE180 bitum (fer eftir breidd) með 2” x 4” eða 2” x 5” lektum. Hámark 3 metrar eru á milli bogagrinda, háð aðstæðum hverju sinni. Klæðningin er úr galvaniseruðum og lökkuðum 0,56 mm járnplötum. Litamöguleikar eru nokkrir og það getur sett skemmtilegan svip á bygginguna að hafa tvo eða fleiri grunnliti (sjá nánar Litir og klæðning). Gaflarnir eru úr 3” eða 4” stálrörum með
2” x 4” eða 2″ x 5″ lektum, klæddir galvaniseruðum og lökkuðum 0,56 mm járnplötum og festir með vinklum og/eða stjörnusuðu.

Hurðarnar eru almennt festar upp á rennibraut og með stýringu niðri, smíðaðar úr 45 x 95 mm prófíl og klæddar stálplötum. Göngu- og iðnaðarhurðir eru afhentar í þeim stærðum og af þeim gerðum sem kaupandi óskar.  Fjölmargar útfærslur eru í boði.

Hægt er að fá húsin bæði einangruð eða óeinangruð frá framleiðanda.

Útdraganleg bogabygging, SS byggir Akureyri

MISMUNANDI TÆKNILEGAR ÚTFÆRSLUR

Mismunandi hæð og breidd bogahúsanna, ásamt þykkt stálboga m.v. 30 cm hæð sökkuls.

Sýnishorn af klæðningu, innri klæðningu, rakasperrum, steinullar einangrun, öndunardúk og ytri klæðningu.

Sýnishorn af óeinangruðu bogahúsi, innri og ytri klæðningu, rakadúk og samsetningu stálboga.

LITIR

Polyester lakk, RAL litakerfið. Bakhlið er hvít á lit.

Eigum til á lager gegnsæjar polycarbonat plötur í stærðinni 90 x 322 sm. Hægt að sérpanta aðrar lengdir.

KLÆÐNING

Yfirborðsklæðning:
Bárulaga, galvaniseraðar stálplötur, 76/18 mm, 0,56 mm þykkar.

Plöturnar eru festar með u.þ.b. 6 saumum á hvern fermeter.

Skrifstofa

Hýsi-Verkheimar ehf
Smiðjuvegur 5
200 Kópavogur
Ísland
Sími: 4972700
Netfang: hysi(at)hysi.is

Opnunartími

Mánudaga til fimmtudaga: 08:30 - 16:00
Föstudaga: 08:30 - 15:00
Sumarleyfislokun:
Síðustu tvær vikur fyrir verslunarmannahelgi
Jólalokun: Milli jóla og nýárs