BOGASKÝLI

 

Bogaskýlin frá Rundbuehaller eru einstaklega hagkvæmar byggingar. Bogaskýlin henta vel til margvíslegra nota, og eru sem dæmi frábær lausn sem útihús eða veðurskjól fyrir skepnur og útigang. Bogaskýlin fást með og án framgafls og henta því einnig vel sem kaldar geymslur.

Samkvæmt byggingarreglugerð þarf að sækja um byggingarheimild eða byggingarleyfi eftir því sem við á, fyrir öllum byggingum sem eru stærri er 15 m² að stærð. Viðskiptavinur þarf þá að ráða til sín hönnuð/hönnuði sem teiknar húsið upp og skilar inn nauðsynlegum gögnum til byggingarfulltrúa. Slíkt er á ábyrgð viðskiptavinar og framleiðandi leggur ekki fram önnur gögn í þessu sambandi en uppsetningarleiðbeiningar. 

Við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér byggingarreglugerð kafla 2.3

TRAUST SMÍÐI OG AUÐVELD UPPSETNING

Bogagrindur eru reistar ofan á sterka járngrind og klæddar með völsuðum stálplötum, gaflar eru með tilsniðnum plötum. Hægt er að keyra venjulega dráttarvél með tækjum inn í hýsið og færa það auðveldlega á milli staða sé keyptur með hífibiti til að hægt sé lyfta húsinu. Afhendist ósamansett en með uppsetningarleiðbeiningum.

Festa þarf bogaskýlið tryggilega fyrir veðri og vindum og velja því stað m.t.t. ríkjandi vindátta. Algengt er að grafa niður steyptar festingar sem fást meðal annars hér www.dvergarnir.is 

Hægt er að fá skýlin í mismunandi lengdum og lengjast þau um 1,5 meter í senn. Einnig er hægt að fá þau upphækkuð um 50 cm og hækka þau þá úr 3,15 í 3,65. Standard litur er grænn, RAL6009. Hægt að sérpanta aðra liti. Gaflplötur afhendast eingöngu tilsniðnar í með lægri húsunum í RAL 6009.  Aðra liti þarf að sníða í uppsetningu. 

Áætlaður afhendingartími frá framleiðanda er 6-8 vikur.

 Staðfestingargjald er 30% við pöntun.

 Aukabúnaður:

  • 3×3 hurðarrammi í hærri húsnum (ekki klæddur)
  • Öndunarstútur á gafl, trefjaplast
  • Hífibiti ásamt stífum til að færa húsin
  • Traspir öndunardúkur
  • Litabreyting
  • Glærar plötur

Hægt er að hanna hús, sérsniðið að þínum þörfum í 5 metra breidd. Vinsamlegast hafið samband á hysi(at)hysi.is og fáðu verðtilboð í efnispakka í hús að eigin vali.

MYNDIR AF NOKKRUM VERKEFNUM

Skýli fyrir búfé

Gróðurhús

Geymsla, Neðra seli

VERÐLISTI BOGASKÝLA MEÐ VSK.

ATH. Verð miðast við afhendingu í Þorlákshöfn 

LITIR

Polyester lakk, RAL litakerfið. Bakhlið er hvít á lit.

Getum útvegað gegnsæjar polycarbonat plötur í stærðinni 90 x 322 sm, plöturnar eru með sömu báru og klæðning á bogahýsum frá Hýsi.

KLÆÐNING

Yfirborðsklæðning:
Bárujárnsplötur 76/18 mm. 0,56 mm þykkar.

Plöturnar eru festar með u.þ.b. 6 saumum á hvern fermeter.

Skrifstofa

Hýsi-Verkheimar ehf
Smiðjuvegur 5
200 Kópavogur
Ísland
Sími: 4972700
Netfang: hysi(at)hysi.is

Opnunartími

Mánudaga til fimmtudaga: 08:30 - 16:00
Föstudaga: 08:30 - 15:00
Sumarleyfislokun:
Síðustu tvær vikur fyrir verslunarmannahelgi
Jólalokun: Milli jóla og nýárs