GÁMABYGGINGAR – STAÐLAÐAR EININGAR

Hýsi gerir sértilboð í staðlaðar gámabyggingar hvort sem um er að ræða vinnubúðir, frístundahús, salernislausnir eða staka gáma. Gerð eru sértilboð í hvert verkefni fyrir sig og í boði er að fá bygginguna afhenta ýmist samsetta eða ósamsetta. Hýsi býður samsetningu sé þess óskað. Gámabyggingar með þessum hætti eru staðlaðar að mestu leiti, þannig að svigrúm til þess að mæta séróskum kaupenda er mjög takmarkað.

GÁMABYGGINGAR FRÁ HÝSI

Gámabyggingar henta sérlega vel til þess að leysa skammtímaþörf fyrir húsnæði þar sem ekki eru gerðar sömu kröfur um ytra útlit og þægindi og í varanlegum byggingum.

Hýsi hefur um árabil verið í samstarfi við Trimo MSS frá Slóveníu varðandi að útvega verktökum, sveitafélögum, ferðaþjónustunni, fyrirtækjum og einstaklingum bráðabirgða húsnæðislausnir með þessum hætti.

HELSTU KOSTIR:

  • Leysir skammtímahúsnæðisvanda
  • Einföld og fljótleg lausn.
  • Uppsetning í boði sé þess óskað.
  • Varahlutaþjónusta.

GÁMAHÚS

Vinsamlegast skoðið teikningar hér að neðan til að skoða nánar. Sem dæmi um notkunarmöguleika má nefna vinnuskúr, skrifstofuaðstaða, dómpallar á hestamannamótum, söluaðstöðu og margt fleira.

VINNUBÚÐIR

Hýsi býður heildarlausnir á vinnubúðum með starfsmannaherbergjum, WC aðstöðu, sturtum, setustofum og eldhúsaðstöðu. Engar starfsmannabúðir eru of stórar eða of flóknar og gámabyggingarnar frá Trimo hafa fyrir löngu sannað sig á Íslandi við krefjandi aðstæður.

FRÍSTUNDAHÚS

Hýsi býður upp á stöðluð frístundahús fyrir þá sem vilja einfalt, hagkvæmt og fljótbyggt varanlegt frístundahús.  Kaupandi getur valið hvort hann vill að húsnæðið sé klætt með utanhúsklæðningu eða ekki.

STAÐLAÐAR GÁMALAUSNIR

Hér að neðan eru nokkur sýnishorn af þeim stöðluðu gámalausnum sem eru í boði.  Ýmsir möguleikar eru á að tengja saman þessa mismunandi gámalausnir í heildstætt stærra húsnæði. Raflagnir og aðrar lagnir fylgja í þeim tilfellum þegar um slíkt er að ræða. Einangrun í stöðluðu einingunum er 100 mm þykkt í þak og gólf en 60 mm í veggjum. Aðrar þykktir með meira einangrunargildi eru í boði sé þess óskað.

Staðlaður gámur, 14,7 m², einfaldasta gerð með tveim gluggum á einni hlið og einni útihurð.

Staðlaður gámur, 14,7 m², með WC aðstöðu, gluggum á göflum og einni hurð.

Staðlaður gámur, 14,7 m², með WC og sturtu aðstöðu einum gluggaá gafli og einni útihurð.

Staðlaður gámur, 14,7 m², með 2 WC, vöskum og 3 sturtum, tveimur litlum gluggum á göflum og einni útihurð.

Staðlaður gámur, 14,7 m², með WC og sturtuaðstöðu, tveimur svefnrýmum, þremur gluggum á langhliðum og einni útihurð.

Staðlaður lítill salernisgámur, 7,3 m² með 3 WC, vöskum, tveimur litlum gluggum á göflum og einni útihurð

Staðlaður lítill sturtu og salernisgámur, 7,3 m² með einum litlum glugga á gafli og einni útihurð.

Staðlaður íbúðagámur 14,7 m² með WC, sturtuaðstöðu og svefnrými, tveimur gluggum á gafli og einni útihurð.

Skrifstofa

Hýsi-Verkheimar ehf
Smiðjuvegur 5
200 Kópavogur
Ísland
Sími: 4972700
Netfang: hysi(at)hysi.is

Opnunartími

Mánudaga til fimmtudaga: 08:30 - 16:00
Föstudaga: 08:30 - 15:00
Sumarleyfislokun:
Síðustu tvær vikur fyrir verslunarmannahelgi
Jólalokun: Milli jóla og nýárs