Færanleg bogahýsi

Bogahýsin frá Rundbuehaller eru hagkvæmar byggingar. Þau eru færanleg og í grunneiningunni  30 m², þ.e. 5 x 6 m.  Bogahýsi henta vel til margvíslegra nota. Frábær lausn sem útihús eða veðurskjól fyrir skepnur & útigang. Bogahýsin fást með eða án framgafls og henta því einnig vel sem kaldar geymslur við bústaðinn. 

Traust smíði og auðveld uppsetning

Bogagrindur eru reistar ofan á sterka járngrind og klæddar með völsuðum stálplötum, gaflar eru með tilsniðnum plötum. Hægt er að keyra venjulega dráttarvél með tækjum inn í hýsið og færa það auðveldlega á milli staða sé keyptur með hífibiti til að hægt sé lyfta húsinu. Afhendist ósamansett en með uppsetningarleiðbeiningum.

Festa þarf bogahýsið tryggilega fyrir veðri og vindum og velja því stað m.t.t. ríkjandi vindátta. Algengt er að grafa niður steyptar festingar sem fást meðal annars hér www.dvergarnir.is 

Hægt er að fá húsin í mismunandi lengdum og lengjast þau um 1,5 meter í senn. Einnig er hægt að fá þau upphækkuð um 50 cm og hækka þau þá úr 3,15 í 3,65. Standard litur er grænn, RAL6009. Hægt að sérpanta aðra liti. Gaflplötur afhendast eingöngu tilsniðnar í með lægri húsunum í RAL 6009.  Aðra liti þarf að sníða í uppsetningu. Við bendum á að samkvæmt byggingareglugerð er hægt er að sækja um leyfi fyrir byggingu sem er undir 40 m2 að hámarki 3,5 metra há frá yfirborði jarðvegs, en sé keypt stærra hús en 40 m2 þarf að sækja um byggingaleyfi og láta teikna húsið upp af arkítekt og burðarþolshönnuði. Slíkt er á ábyrgð viðskiptavinar og framleiðandi útvegar ekki önnur gögn önnur en uppsetningaleiðbeiningar.

Áætlaður afhendingartími frá framleiðanda er 6-8 vikur.

 Staðfestingargjald er 30% við pöntun.
 Aukabúnaður:
 • Framlenging 1,5m. Innifalið bogi, plötur, lektur og festingar (Í stærð 3,15)
 • Upphækkunarsett
 • 3×3 hurð í hærri húsnum
 • Öndunarstútur á gafl, trefjaplast
 • Hífibiti ásamt stífum til að færa húsin
 • Traspir öndunardúkur
 • Galvanizerað burðarvirki
 • Litabreyting
 • Glærar plötur

Hægt er að hanna hús, sérsniðið að þínum þörfum í 5 metra breidd. Vinsamlegast hafið samband á hysi@hysi.is og fáðu verðtilboð í efnspakka í hús að eigin vali.

VERÐLISTI FÆRANLEGRA BOGAHÝSA með vsk.

5 x 6m
Verð frá 620.000 kr.
 • Stærð 5x6m, 30m²
 • Ral 6009 úti, hvítt inni
 • Hæð 3,15 m
 • Stál grunnað
 • Lokaður bakgafl, opið að framan
5 x 6m með framgafli
Verð frá 790.000 kr.
 • Stærð: 5x6m, 30m²
 • Ral 6009 úti, hvítt inni
 • Hæð 3,15 m
 • Stál grunnað
 • Lokaður bakgafl
 • Framgafl með hurð
 • Hurð 2,44×2,44m
 • Hægt að fá sem gróðurhús fyrir auka 165.000 kr.

LITIR

Litir: Polyester lakk, RAL litakerfið. Bakhlið er hvít á lit.

Eigum til á lager gegnsæjar polycarbonat plötur í stærðinni 90 x 322 sm, plöturnar eru með sömu báru og klæðning á bogahýsum frá Hýsi.

Ath. Vegna gæði prentunar geta litir hér til hliðar verið frábrugðnir raunverulegum litum á plötunum.

KLÆÐNING

Yfirborðsklæðning:
Bárujárnsplötur 76/18 mm. 0,56 mm þykkar.
Staðallengd á plötu: 244 – 260 – 305 – 322 – 385 – 505 og 570 sm.

Plöturnar eru festar með u.þ.b. 6 saumum á hvern fermeter.