FYRIRTÆKIÐ

Hýsi hefur verið starfrækt í 15 ár, og hefur sérhæft sig í þjónustu við byggingariðnaðinn, fyrirtæki, sveitafélög, ferðaþjónustuna og landbúnaðinn varðandi byggingu atvinnuhúsnæðis sem hentar hverjum og einum.   Lengst af var starfsemin hluti af rekstri félags sem í dag heitir Rúkó ehf., en nýjir eigendur tóku við rekstri félagsins á árinu 2020. 

Á starfstíma sínum hefur félagið með góðum árangri selt á annað hundrað límtrés-, stálgrindarbygginga, bogahúsa og færanlegra skóla- og leikskólabygginga til viðskiptavina, lítilla og stórra út um allt land.  Samhliða hefur félagið byggt um net öflugra samstarfsaðila og viðskiptatengsl við fjölda traustra erlendra birgja sem eru með mikla reynslu og fagþekkingu á þessu sviði.

Hýsi leggur metnað sinn í að veita viðskiptavinum góða þjónustu og bjóða eingöngu upp á gæðavörur sem uppfylla þær kröfur sem til þeirra eru gerðar samkvæmt byggingarreglugerð.

Starfsfólk okkar hefur það að leiðarljósi að afhenda rétta vöru, í réttu magni, í réttum gæðum, á réttum tíma. Við leggjum áherslu á nákvæm vinnubrögð og góð samskipti við okkar viðskiptavini til að allt ferlið gangi vel fyrir sig.

Við byggjum á víðtækri reynslu starfsmanna sem hafa árum saman starfað við innflutning, sölu og ráðgjöf á þessum krefjandi og jafnframt mjög svo spennandi markaði.

Áhersla er lögð á gagnkvæmt traust, virðingu og þjónustulund til að koma til móts við fjölbreyttar þarfir viðskiptavina.

Stálgrindarhús, Völuteigur 7, Mosfellsbæ

Bogabygging – Landsvirkjun, Aðaldal

Skrifstofa

Hýsi-Verkheimar ehf
Smiðjuvegur 5
200 Kópavogur
Ísland
Sími: 4972700
Netfang: hysi(at)hysi.is

Opnunartími

Mánudaga til fimmtudaga: 08:30 - 16:00
Föstudaga: 08:30 - 15:00
Sumarleyfislokun:
Síðustu tvær vikur fyrir verslunarmannahelgi
Jólalokun: Milli jóla og nýárs