Bogahús

Bogahús hafa margvíslegt notagildi og þegar haft er í huga einföld og fljótvirk uppsetning er erfitt að finna hagkvæmari og skjótfengnari lausn á hvers konar rýmis- og húsnæðismálum. Uppsteypa sökkuls er tiltölulega einföld og sjálf reisningin enn einfaldari. Það á til að mynda ekki að taka meira en 3 – 4 daga að reisa 300 m2 skemmu, ef allt er til staðar. Verð á uppsettan fermetra er því eitt það lægsta sem þekkist.

Í boði eru fimm grunnbreiddir, eða 8, 10, 12 14 og 16 metra, lengdin er svo eftir þörfum hvers og eins.

Sjálf bogagrindin er byggð úr grunnuðum 3” og 4” stálrörum, HEA120 eða IPE180 bitum (fer eftir breidd) með 2” x 4” eða 2” x 5” lektum. Hámark 3 metrar eru á milli bogagrinda, háð aðstæðum hverju sinni. Klæðningin er úr galvaniseruðum og lökkuðum 0,56 mm járnplötum. Litamöguleikar eru nokkrir og það getur sett skemmtilegan svip á bygginguna að hafa tvo eða fleiri grunnliti (sjá nánar Litir og klæðning). Gaflarnir eru úr 3” eða 4” stálrörum með 2” x 4” eða 2″ x 5″ lektum, klæddir galvaniseruðum og lökkuðum 0,56 mm járnplötum og festir með vinklum og/eða stjörnusuðu.

Hurðarnar eru almennt festar upp á rennibraut og með stýringu niðri, smíðaðar úr 45 x 95 mm prófíl og klæddar stálplötum. Fjórar grunnstærðir eru í boði, 3 x 3,5 metrar, 4 x 3,9 metrar, 4,8 x 4 metrar og 6 x 4 metrar, fyrri talan er breidd hurðar og sú síðar hæð. Aðrar hurðastærðir má sérsmíða eða fá iðnaðar – eða bílskúrshurðir.

Hægt er að fá húsin bæði einangruð eða óeinangruð frá framleiðanda.

LITIR

Litir: Polyester lakk, RAL litakerfið. Bakhlið er hvít á lit.

Álplöturnar eru eingöngu í sínum grunnlit.

Eigum til á lager gegnsæjar polycarbonat plötur í stærðinni 90 x 322 sm. Hægt að sérpanta aðrar lengdir.

Ath. Vegna gæði prentunar geta litir hér að ofan verið frábrugðnir raunverulegum litum á plötunum.

KLÆÐNING

Yfirborðsklæðning:
Bárulaga álplötur 76/18 mm. 0,50 mm þykkar.
Bárulaga, galvaniseraðar stálplötur, 76/18 mm, 0,56 mm þykkar.

Staðallengd á plötu: 244 – 260 – 305 – 322 – 385 – 505 og 570 sm.

Plöturnar eru festar með u.þ.b. 6 saumum á hvern fermeter.