Við seljum stálgrindarhús í öllum stærðum og gerðum.  Þegar velja skal hvaða gerð bygginga skal ráðast í ráðleggjum við viðskiptavinum okkar hvort byggja skal stálgrindarhús, límtréshús, bogaskemmu eða z-strúktúr hús.  Stálgrind hentar oft vel sem stærri bygging (t.d.150 m2+) og er fljótleg og auðveld byggingaraðferð. Með húsunum frá okkur færðu yleiningar, glugga, hurðar og iðnaðarhurðar. Hægt er að velja hvort stálgrind er galvanhúðuð eða máluð í lit sem kaupandi óskar.