ÁBYRGÐARSKILMÁLAR
GALLAR, FYRIRVARAR OG TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR
1.1 Virki hið selda ekki sem skildi skal kaupandi tilkynna Hýsi – Verkheimar ehf., hér eftir nefndur seljandi, það þegar í stað. Jafnframt skal kaupandi gera nauðsynlegar varúðarrráðstafanir í því skyni að lágmarka tjón.
1.2 Framleiðandi hins selda og seljandi skuldbinda sig til að lagfæra allra galla sem koma í ljós innan tólf mánaða frá afhendingu án endurgjalds, nema um annað sé samið eða kveði á skv. íslenskum lögum um lausafjárkaup. Þessar skuldbindingar falla niður ef:
{Kaupandi hefur sjálfur lagfært hið selda án undangengins skriflegs samþykkis framleiðanda.
{Gallinn stafar af því að notkun kaupanda á hinu selda er ekki í samræmi við venjubundna notkun og/eða lýsingarkröfur framleiðanda eða ef búnaður sem ekki stafar frá seljanda hefur verið tengdur við hið selda.
{Viðgerðir og viðhald hins selda hefur verið innt af hendi af öðrum en framleiðanda eða fulltrúa hans. Þetta ákvæði gildir ekki ef framleiðandi eða fulltrúi hans hefur heimilað viðgerðina.
{Gallinn stafar af ástæðum, sem varða kaupanda eða þriðja aðili sem kaupandi ber ábyrgð á.
2.0 Framleiðandi hins selda, eða fulltrúi hans, mun eins fljótt og við verður komið bæta úr þeim göllum, sem greindir hafa verið hér að framan. Úrbætur geta verið í því formi að lagfæra gallann eða láta í té nýjan hlut ef ekki tekst að laga gallann.
3.0 Framleiðandi eða fulltrúi hans ber ekki ábyrgð á tjóni sem kaupandi verður fyrir vegna þess tíma sem viðgerðin eða útvegun nýs hlutar tekur t.a.m. v. missis hagnaðar.
4.0 Galli sem seljandi eða framleiðandi ber ábyrgð á og veldur því að hið selda verði ekki tekið í notkun að hluta eða öllu leiti veitir kaupanda rétt á tiltölulegum afslætti eða heimilar honum riftun á samningnum ef vanefndirnar eru verulegar. Kröfur í þessum efnum skal kaupandi setja fram innan árs frá því að uppvíst varð um gallann. Réttur kaupanda skv. þessari grein er einnig háður því að hann hafi tilkynnt seljanda f.h. framleiðanda skriflega um gallann og seljandi/framleiðandi ekki bætt úr gallanum innan þess tíma er eðlilegt má telja frá þeim tíma.
5.0 Gallar, sem framleiðandi er ekki skuldbundinn til að leysa úr og fram koma í grein 1.2 getur seljandi/framleiðandi hins selda leyst úr eftir nánara samkomulagi og gildandi töxtum fyrir þjónustu.
6.0 Skaðabótaábyrgð aðila þessa samnings er háð því að þeir hafi sýnt af sér verulegt aðgæsluleysi eða gróf mistök.
7.0 Skaðabótaábyrgð aðila samningsins takmarkast einnig við kr. 500.000,00. Miðað er við sameiginlega fjárhæð skaðabótakrafna ef þær verða fleiri en ein. Skaðabótaábyrgð samningsaðila nær ekki til afleidds tjóns s.s. rekstrartaps, glataðs ágóða eða sparnaðar, tapaðra gagna eða annars óbeins tjóns eða krafna þriðju aðila á hendur samningsaðilum.
Bogabygging, Gufudal
Dalur Luxury Resort, Snæfellsnesi
8.0 Seljandi er ekki skaðabótaskyldur gagnvart hindrun sem er þess eðlis að ekki sé hægt með sanngirni að ætlast til þess að seljandi hafi haft hana í huga við samningsgerð. “Um kaup neytanda fer eftir ákvæðum neytendakaupalaga nr. 48/2003 en um kaup annarra aðila gilda ákvæði lausafjárkaupalaga nr. 50/2000. Frestur til að bera fyrir sig galla á vörum seljanda er 2 ár þegar um neytendakaup er að ræða en 1 ár þegar um lausafjárkaup er að ræða.”
9.0 Skaðabótakröfur skulu settar fram innan eins árs frá tjónsatburði. Að öðrum kosti falla þær niður.
10.0 Komi upp ágreiningur milli seljanda og kaupanda og náist ekki samkomulag skal reka málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur
11.0 “Allar vörur eru eign seljanda þar til þær eru að fullu greiddar og til þess tíma er kaupanda óheimilt að veðsetja þær eða selja.”
„Vörur sem tilgreindar eru á reikningi eru eign seljanda þar til að þær eru greiddar að fullu sbr. lög um samningsveð nr. 75/1997. Kaupanda er því óheimilt að veðsetja vörurnar eða selja þar til þær eru að fullu greiddar.“ “Kaupandi skal greiða kostnað af innheimtu hverrar greiðslu samkvæmt [kaup/sölu/leigu]samningi í samræmi við gjaldskrá [t.d banka]”
Opnunartími
Mánudaga til fimmtudaga: 08:30 - 16:00
Föstudaga: 08:30 - 15:00
Sumarleyfislokun:
Síðustu tvær vikur fyrir verslunarmannahelgi
Jólalokun: Milli jóla og nýárs