SAMSTARFSAÐILAR

Trimo MSS

Trimo er Slóvenskt fyrirtæki með meira en 30 ára reynslu í framleiðslu og sölu hágæða húseininga jafnt sem einfaldari staðlaðra gámaeininga í fjölmargar tegundir bygginga.   Trimo hefur starfað á íslenska markaðnum um langa hríð og fjöldi bygginga verið reistur úr þeirra einingum hérlendis. 

Vefsíða: www.trimo-mss.com

Future Rundbuehaller ApS

Rundbuehaller er rótgróið fjölskyldurekið danskt fyrirtæki sem er sérhæft í framleiðslu bogabygginga. Hýsi og Rundbuehaller hafa starfað saman í 15 ár og á því tímabili hafa verið seld nokkur hundruð færanleg eða varanleg bogahús frá þeim út um allt land.  

Vefsíða: www.rundbuehaller.dk  

 

Verkfræðistofa Reykjavíkur ehf.

VSR er mjög öflug verkfræðistofa sem sér um alla burðaþolshönnun og verkfræðilega útreikninga fyrir Hýsi hvort sem um er ræða límtrésbyggingar, stálgrindarhús eða varanleg bogahýsi.   Samstarf Hýsis og VSR hefur verið mjög farsælt um árabil.  

Vefsíða: www.vsr.is

Jón Davíð Ásgeirsson, arkitekt hjá JDA ehf.

Jón Davíð hefur starfað lengi með Hýsi.  Hann hefur með góðum árangri séð um hönnun á stálgrindar- og límtrésbyggingum fyrir félagið sé þess óskað af viðskiptavinum þess. 

Glóra ehf

Glóra er öflug teikni- og byggingastæknistofa í Reykjanesbæ. Hýsi hefur á umliðnum árum átt í góðu samstarfi við Glóru um hönnum á færanlegum byggingum úr Trimo húseiningum, sérstaklega í verkefnum fyrir Reykjanesbæ.   Glóra hefur mikla reynslu og þekkingu á hönnun þessarar tegundar bygginga.

Vefsíða: www.glora.is

Verkstýring ehf

Gunnar Smári Magnússon, eigandi Verkstýringar sér um  byggingastjórn á verkefnum þar sem Hýsi tekur að sér reisingu seldra bygginga.  Gunnar Smári er byggingariðnfræðingur og húsasmíðameistari með öll réttindi sem byggingastjóri. Hann hefur áratuga reynslu í bygginga- og verkstýringu á húsbyggingum. 

Vefsíða: www.verkstyring.is

A&A Modular Construction Company

Er Slóvenskt fyrirtæki sem er sérhæft í reisingu bygginga úr Trimo húseiningum.  Starfsmenn þess hafa í samstarfi við Hýsi reist nokkrar slíkar byggingar hérlendis á síðustu árum.

SC Arccad Srl

Er rúmenskt fyrirtæki sérhæft í reisingu límtrésbygginga. Starfsmenn þess hafa á síðustu árum reist nokkrar límtrés- og CLT byggingar hérlendis.

Vefsíða: www.arccad.ro

Skrifstofa

Hýsi-Verkheimar ehf
Smiðjuvegur 5
200 Kópavogur
Ísland
Sími: 4972700
Netfang: hysi(at)hysi.is

Opnunartími

Mánudaga til fimmtudaga: 08:30 - 16:00
Föstudaga: 08:30 - 15:00
Sumarleyfislokun:
Síðustu tvær vikur fyrir verslunarmannahelgi
Jólalokun: Milli jóla og nýárs