ÞJÓNUSTA OKKAR

Hýsi veitir þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina sem hafa í hyggju að ráðast í húsbyggingar og hjálpar hverjum og einum að finna viðeigandi byggingarlausnir sem henta hverju sinni. 

Sölumenn veita aðstoð við að finna lausnir fyrir viðskiptavini, svo sem varðandi burðarvirki, klæðningar, deililausnir, brunavarnir, flóttaleiðir og annað sem til fellur.  Hýsi veitir í grunninn þríþætta þjónustu til sinna viðskiptavina:

1. Sala byggingarefnis í nokkrar tegundir bygginga. “Allt frá grunni að lokuðu húsi”

  • Hönnun bygginga sem keyptar eru af Hýsi:
    • Aðaluppdrættir.
    • Burðarþolsteikningar og framleiðsluteikningar fyrir færanlegar Trimo byggingar, bogahús, límtrés- og stálgrindarhús.
    • Sökkulteikningar fyrir límtrés, stálgrindar- og bogahús frá Hýsi
  • Burðarvirki hvort heldur úr límtré, stálgrind, Trimo húseiningum eða stálbogum í bogabyggingar.
  • Yleiningar á þak, útveggi og milliveggi sem uppfylla kröfur kaupanda og byggingareglugerða.
  • Gluggar, inni, úti-, brunavarnar- og iðnaðarhurðir í byggingar frá Hýsi.

2. Byggingaráðgjöf við val á byggingalausnum frá Hýsi

  • Burðarkerfi fyrir húsbyggingar
  • Uppbyggingu þaks og útveggja
  • Uppbyggingu og hönnun staðlaðra vinnubúða sem og færanlegra bygginga úr Trimo húseiningum.

3. Uppsetning og reising á færanlegum byggingum úr Trimo húseiningum og límtrés-byggingum seldum af Hýsi.

  • Hýsi býður upp á heildarþjónustu við að reisa þessar byggingar en í því felst að útvega starfsmenn til að reisa bygginguna, byggingastjórn, allir byggingameistarar og undirverktakar og samskipti við skipulagsyfirvöld.
  • Verkkaupi sér að öllu jöfnu um undirstöður og allar aðveitulagnir, en sé þess óskað getur Hýsi jafnframt séð um þann þátt.

Reiðhöll Sóta, Álftanesi

Myllubakkaskóli, Reykjanesbæ

Það eru þrjú mismunandi þrep í samskiptum Hýsis við viðskiptavini.  Til þess að hægt sé að gera tilboð í tiltekið verkefni þurfa fjölmörg skilyrði að vera uppfyllt:

1. Gróft kostnaðarmat. Þegar fyrir liggur eingöngu gróf hugmynd verkkaupa um stærð og tegund byggingar getur Hýsi einungis gefið viðkomandi viðskiptavin mjög grófa áætlun um væntanlegan kostnað við bygginguna, en án allra skuldbindinga. Í öllum tilfellum þurfa á þessu stigi að liggja fyrir upplýsingar um staðsetningu, stærð, fyrirhugaða notkun, byggingaleyfi, undirstöður ofl.

2. Kostnaðaráætlun. Þegar fyrir liggur nákvæmari tillaga og grófar teikningar á viðkomandi byggingu, burðarvirkið er ákveðið, tegund klæðningar, fjöldi glugga- og hurða getur Hýsi lagt fram kostnaðaráætlun fyrir bygginguna, en sömuleiðis án allra skuldbindinga.  Þegar viðskiptavinur er reiðubúinn að halda áfram með verkefnið og fyrir liggur staðfesting á fjármögnun verkefnisins færist ferlið á það stig að hægt er að leggja fram formlegt tilboð í bygginguna.

3. Skuldbindandi tilboð. Til að reikna formlegt skuldbindandi tilboð þurfa að liggja fyrir teikningar af byggingunni og viðskiptavinur/hönnuður að geta svarað ýmsum tæknilegum atriðum um bygginguna svo sem stærðir og fjölda glugga og hurða, útfærslur þeirra, einangrun, hvaða teikningar eiga að fylgja, fjármögnun og fleira sem máli skiptir í ferlinu. Eingöngu eru gerð tilboð í verk ef fyrir liggja teikningar af byggingunni eða verkkaupi hafi með tilteknum hætti skuldbundið sig til þess að greiða fyrir kostnað við teikningar og aðra undirbúningsvinnu. Reikna má með allt að 3 vikna afgreiðslufresti á skuldbindandi tilboðum.

Hýsi gerir tilboð í:

  • Allt efni í burðarvirki samkvæmt hönnunargögnum og magntöku viðskiptavina,
  • Allt klæðningarefni í útveggi, þak, milliveggi og milligólf, glugga-, inni-, úti-, brunavarnar- og iðnaðarhurðir skv. fyrirliggjandi staðfestum teikningum.
  • Uppsetningu byggingarinnar og byggingastjórn, þ.e. að reisa burðarvirkið, klæðningarefni, glugga og hurðir.

Skrifstofa

Hýsi-Verkheimar ehf
Smiðjuvegur 5
200 Kópavogur
Ísland
Sími: 4972700
Netfang: hysi(at)hysi.is

Opnunartími

Mánudaga til fimmtudaga: 08:30 - 16:00
Föstudaga: 08:30 - 15:00
Sumarleyfislokun:
Síðustu tvær vikur fyrir verslunarmannahelgi
Jólalokun: Milli jóla og nýárs