LÍMTRÉSHÚS

Límtréshús frá Hýsi eru mjög góður kostur þegar kemur að byggingahraða, hlýleika, einfaldleika og gæðum. Við notum eingöngu gæðavöru í okkar hús. 

Öll hönnun miðast við byggingu vandaðs húsnæðis sem uppfyllir allar kröfur byggingareglugerða og styttir um leið byggingatíma eins og kostur er. Húsin eru klædd ýmist með PIR eða steinullar yleiningum sem koma með öllum áfellum, festingum og skrúfum. Allir milliveggir og / eða milligólf geta fylgt með í kaupunum sé þess óskað.  

Hýsi selur húsin sem heildarlausn frá grunni að lokuðu húsi, þannig að allar inni-, úti- og iðnaðarhurðir ásamt gluggum koma með húsunum. Sé þess óskað getur Hýsi jafnframt boðið uppsetningu á húsnæðinu og séð um byggingastjórn.

LÍMTRÉSHÚS FRÁ HÝSI

Hýsi hefur mikla reynslu og þekkingu á byggingu límtréshúsa og nýtur til þess stuðnings öflugra birgja og samstarfsaðila.  Við leggjum mikið upp úr vandaðri hönnun og gefum okkur tíma í hvert smáatriði.

HELSTU KOSTIR:

  • Umhverfisvænar byggingar
  • Stuttur byggingatími
  • Einfalt og hagkvæmt húsnæði
  • Hlýlegri byggingar
  • Auðveldur frágangur milliveggja
  • Góð hljóðvist
  • Heildarlausn í boði
  • Hönnun húsnæðis eftir þörfum kaupanda
  • Uppsetning húsnæðis í boði ef þess er óskað

Sámstaðarbakki, Hvolsvelli

TIL UMHUGSUNAR VIÐ BYGGINGU LÍMTRÉSHÚSA

Að mörgu er að hyggja þegar kemur að hönnun, efnisvali og frágangi límtréshúsa. Starfsmenn Hýsis aðstoða viðskiptavini við að útfæra öll helstu atriði svo arkitekt geti gengið skipulega í að fullhanna bygginguna með hagkvæmum og framkvæmanlegum hætti. Sé þess óskað getur Hýsi séð um alla hönnun húsnæðisins í samstarfi kaupanda og sína samstarfsaðila.

Sem dæmi um þætti sem huga þarf að í þessu sambandi má nefna:

Hönnun

Arkitektateikningar, burðarþolshönnun, raflagnateikningar, pípulagnateikningar og brunahönnun.

Burðarvirki

Sjálfberandi burðargrind, létt burðargrind með súlum, CNC skorið og forborað, lakkað í lit að eigin vali.

Utanhúsklæðning

PIR eða steinullaryleiningar. Einangrunargildi, brunavörn, hljóðvist, útlit, litur, þykkt húðunar.
Trapizulaga klæðning með álímdum rakadúk að innanverðu sem kemur í veg fyrir dropamyndun (óeinangruð bygging).
Ljósplötur sem hleypa birtu inn í bygginguna. Reyklosun.

Milliveggir

Brunakröfur, EI60, EI90 og EI120.

Áfellur

Litir á áfellum, útfærsla á áfellum.

Hönnun

PVC-hurðar og gluggar, ál hurðir og gluggar, útfærsla iðnaðarhurða.

Skrifstofa

Hýsi-Verkheimar ehf
Smiðjuvegur 5
200 Kópavogur
Ísland
Sími: 4972700
Netfang: hysi(at)hysi.is

Opnunartími

Mánudaga til fimmtudaga: 08:30 - 16:00
Föstudaga: 08:30 - 15:00
Sumarleyfislokun:
Síðustu tvær vikur fyrir verslunarmannahelgi
Jólalokun: Milli jóla og nýárs