Kæru viðskiptavinir.
Eins og sjá má á fréttatilkynningunni hér að neðan hafa orðið eigendaskipti á Hýsi. Við viljum koma á framfæri þökkum til Þorvaldar og hans manna í Merkúr fyrir frábært samstarf og velvilja í okkar garð við allt söluferlið. Við erum á fullu að koma okkur fyrir á nýjum stað á Smiðjuvegi 44-46 og biðjum ykkur að afsaka ef ekki hefur tekist að svara ykkur öllum undanfarna daga en hvetjum ykkur til  að senda póst á hysi@hysi.is eða heyra í okkur í nýju símanúmeri sem er 497-2700.